Hoppa yfir valmynd

Starfsemi ráðuneytisins á árinu 2022

Starfsemi á árinu 

Menningar- og viðskiptaráðuneytið tók til starfa þann 1. febrúar árið 2022. Ráðuneytið fer meðal annars með málaflokka ferðaþjónustu, fjölmiðla, menningar, íslenskrar tungu, táknmáls og viðskipta. 

Hlutverk ráðuneytisins er að skapa þessum málaflokkum umhverfi sem stuðlar að velsæld og verðmætasköpun fyrir samfélagið, en málaflokkar nýs ráðuneytis verða burðarásar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins til framtíðar.

Árið 2022 einkenndist af viðsnúningi og verkefni nýja ráðuneytisins voru afar fjölbreytt á fyrsta starfsári þess. Eftir erfið ár í heimsfaraldri tók ferðaþjónustan, viðskiptalífið og öll menningarstarfsemi við sér á ný og mátti greina gríðarlega grósku í þessum greinum á árinu.

Í upphafi árs voru 450 milljónir króna settar í viðspyrnuaðgerðir í þágu tónlistar- og sviðslistagreina og 550 milljónir króna í markaðsverkefnið „Ísland saman í sókn“ til að styðja við viðspyrnu ferðaþjónustunnar eftir heimsfaraldur og styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar.

Sjá nánar um helstu verkefni ársins 2022

 

 

Árangur á Alþingi

Alls voru 10 þingmál menningar- og viðskiptaráðherra samþykkt á Alþingi árið 2022. Lögð voru fram 39 stjórnarfrumvörp og þingsályktanir eftir áramótin 2021/2022 á 152. þingi og fyrir áramótin 2022/2023 á 153. þingi.

Samþykkt frumvörp árið 2022:

Listamannalaun (tímabundin fjölgun starfslauna og styrkja) 

Raunverulegir eigendur (skipti eða slit tiltekinna skráningarskyldra aðila) 

Pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun (lenging lánstíma) 

Hlutafélög o.fl. (hluthafafundir o.fl)

Tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi (hækkun hlutfalls endurgreiðslu)

Skráning raunverulegra eigenda

Hlutafélög o.fl. (hluthafafundir o.fl.)

Tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist (framlenging gildistíma)     

Tónlist

 Fjölmiðlar (stuðningur við einkarekna fjölmiðla) 

Samskipti 

Upplýsingamiðlun á vegum ráðuneytisins byggir á upplýsingastefnu stjórnvalda frá árinu 2022.

Meginmarkmið:

  • Gagnsæi í störfum stjórnvalda
  • Öflug miðlun upplýsinga
  • Greiður aðgangur að upplýsingum

Vefur ráðuneytisins er meginsamskiptamiðill ráðuneytisins en auk hans nýtir ráðuneytið ýmsa aðra miðla, s.s. Facebook til að auka upplýsingastreymi til almennings.Fréttir á vef ráðuneytisins voru 175 á árinu.

Fréttaannáll

Verkefni nýja ráðuneytisins voru afar fjölbreytt á fyrsta starfsári þess. Eftir erfið ár í heimsfaraldri tók ferðaþjónustan, viðskiptalífið og öll menningarstarfsemi við sér á ný og mátti greina gríðarlega grósku í þessum greinum á árinu eins og sjá má í fréttaannál ráðuneytisins fyrir árið 2022

Nánar

Innri starfsemi 

Í lok ársins 2022 störfuðu hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu 40 starfsmenn, 25 konur og 15 karlar. Meðallífaldur starfsmanna var þá 44,8 ár og meðal starfsaldur 11,4 ár. Mannauðsstefna og jafnlaunastefna Stjórnarráðsins eru leiðarljós menningar- og viðskiptaráðuneytisins í mannauðsmálum.

Skrifstofur menningar- og viðskiptaráðuneytisins samanstanda af  fagskrifstofum, og skrifstofu fjármála og rekstrar sem starfar þvert á ráðuneytið.

Fagskrifstofur ráðuneytisins eiga að sjá til þess að ávallt sé unnið faglega að undirbúningi mála og að þekking starfsmanna sé nýtt og henni viðhaldið. Fagskrifstofurnar bera ábyrgð á lagaramma og regluverki þeirra málaflokka sem eru á þeirra forræði, í samráði við stofnanir ráðuneytisins.

Stoðskrifstofa ráðuneytisins skal sjá til þess að ávallt séu til staðar stjórnunar- og fjárhagslegar upplýsingar til undirbúnings og stuðnings við ákvarðanatöku hjá ráðuneytinu og stofnunum þess eftir því sem við á.

Skipurit

 

 

 

 

Nánar

Hlutverk

Hlutverk menningar- og viðskiptaráðuneytis er að skapa menningarstarfi, viðskiptalífi og ferðaþjónustu umhverfi sem stuðlar að velsæld og verðmætasköpun fyrir samfélagið. Helstu málefni sem ráðuneytið fer með eru menningarmál og málefni íslenskrar tungu, neytenda- og samkeppnismál, ferðaþjónusta, fjölmiðlar og skapandi greinar, almenn viðskiptamál og ríkisaðstoð.

Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Allar embættisfærslur starfsmanna eru gerðar í umboði ráðherra. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. 

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands  (31.1.2022).

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum