Hoppa yfir valmynd

Ávarp ráðherra

Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskipta­ráðherra

Menningar- og viðskiptaráðuneytið var stofnað í febrúar árið 2022. Stofnun þess markaði tímamót fyrir þá málaflokka sem undir það heyra.

Með samþættingu þeirra voru skapaðar forsendur fyrir ný tækifæri og sókn í þágu samfélagsins alls og stuðlað að vexti, velsæld og verðmætasköpun til framtíðar.

Menning, skapandi greinar, ferðaþjónusta, viðskipti og fjölmiðlar eru málaflokkar sem skipta hvert einasta þjóðfélag miklu máli.

Það er brýnt að umgjörð þeirra sé sterk og samkeppnishæf hverju sinni.

Þetta fyrsta starfsár menningar- og viðskiptaráðuneytisins gekk framar vonum eins og fram kemur í þessari ársskýrslu. Í henni lítum við yfir verkefni síðasta árs og þann mikla framgang sem náðist á málefnasviðum ráðuneytisins.

Ég vil nýta tækifæri og þakka öllu starfsfólki og haghöfum ráðuneytisins fyrir uppbyggilegt samstarf í þágu þjóðarinnar og hlakka til áframhaldandi samstarfs.

Horfa á ávarpið

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum