Hoppa yfir valmynd

Greining á útgjöldum

Rekstur og fjárfestingar

Verkefni á forræði menningar- og viðskiptaráðuneytis

Verkefni á forræði menningar- og viðskiptaráðherra heyrðu til sex málefnasviða á árinu 2022, ýmist í heild eða að hluta. Raunútgjöld þeirra verkefna sem hér um ræðir á árinu 2022 námu 28.999,6 m.kr. vegna rekstrar og 968,6 m.kr. vegna fjárfestinga. Skipting útgjalda sem tengjast menningar- og viðskiptaráðuneytinu eftir málefnasviðum er með eftirfarandi hætti:

Raunútgjöld málefnasviðs 7 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar á árinu 2022 námu 3.544,8 m.kr. vegna rekstrar en engin vegna fjárfestinga. Undir málefnasviðið falla endurgreiðslur v/kvikmyndagerðar sem vega langmest í útgjöldum en einnig eru ýmis verkefni og samningar vegna skapandi greina og hönnunarmála, endurgreiðslur vegna tónlistar og faggildingarsvið Hugverkastofu.

Raunútgjöld málefnasviðs 14 Ferðaþjónusta á árinu 2022 námu 2.359,2 m.kr. vegna rekstrar og 7,9 m.kr. vegna fjárfestinga. Undir málefnasviðið falla ýmsir samningar og verkefni innan ferðaþjónustunnar vegna rannsókna, markaðs og kynningarmála innanlands og erlendis en einnig framkvæmdasjóður ferðamannastaða og Ferðamálastofa.

Raunútgjöld málefnasviðs 16 Markaðseftirlit og neytendamál á árinu 2022 námu 751,6 m.kr. vegna rekstrar og 9,4 m.kr. vegna fjárfestinga. Undir málefnasviðið fellur Samkeppniseftirlitið og Neytendastofa auk ýmissa samninga og verkefna tengdum viðskiptum og neytendamálum.

Raunútgjöld málefnasviðs 18 Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál á árinu 2022 námu 16.535,7 m.kr. vegna rekstrar og 948 m.kr. vegna fjárfestinga. Undir málefnasviðið falla margar stofnanir og ýmsir samningar og verkefni tengd málaflokkunum safnamál, menningarstofnanir og menningarsjóðir en að auki fellur stjórnsýsla menningar og viðskipta undir málefnasviðið.

Raunútgjöld málefnasviðs 19 Fjölmiðlun á árinu 2022 námu 5.558,9 m.kr. vegna rekstrar og 300 þús. kr. vegna fjárfestinga. Undir málefnasviðið falla ýmsir samningar og verkefni tengd fjölmiðlum eins og Ríkisútvarpið, Fjölmiðlanefnd og stuðningur við einkarekna fjölmiðla.

Raunútgjöld málefnasviðs 22 Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála á árinu 2022 námu 249,4 m.kr. í rekstur og 1,9 m.kr. í fjárfestingu. Undir málefnasviðið fellur Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sem sinnir íslensku táknmáli.

 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum