Hoppa yfir valmynd

Ráðuneytið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur umsjón með loftslags- og orkumálum, málefnum hringrásarhagkerfis og umhverfisgæða, náttúru- og minjavernd, auk verkefna á sviði varna, rannsókna og vöktunar náttúruvár. 

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra er Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðherra fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Ráðuneytisstjóri, Stefán Guðmundsson, stýrir ráðuneytinu í umboði ráðherra. 

Stöðugildi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins voru 44,5 í lok árs 2022. 

Í lok árs 2022 voru kynntar breytingar á skipuriti ráðuneytisins sem tóku gildi um áramót og er þeim ætlað er að efla starfsemi ráðuneytisins, styðja við áherslumál stjórnvalda og gera ráðuneytinu betur kleift að takast á við viðamikið hlutverk sitt m.a. á sviði loftslagsmála. 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið er í nánu samstarfi við ýmsar alþjóðlegar stofnanir og hefur fulltrúa sinn í Brussel. Starfsfólk ráðuneytisins tekur virkan þátt í norrænu og evrópsku samstarfi, auk samvinnu alþjóðlegra stofnana á borð við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Þá fer ráðuneytið með umsjón fjölda alþjóðasamninga á sviði umhverfismála á borð við Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, Samninginn um líffræðilega fjölbreytni og OSPAR-samninginn um vernd NA-Atlantshafsins. 

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum