Hoppa yfir valmynd
6. júní 1997 Matvælaráðuneytið

Lok síldarvertíðar

FRÉTTATILKYNNING


Hinn 28. maí ákvað ráðuneytið að hverju síldveiðiskipi sem þá hafði hafið veiðar væri heimilt að fara í eina veiðiferð eftir sjómannadaginn. Miðað við óveiddan afla á þeim tíma var áætlað að með þessu fyrirkomulagi næðist að veiða heildarafla Íslendinga.

Þar sem bræla hefur tafið veiðar undanfarna daga og mörg skipanna eru með slatta um borð hefur ráðuneytið ákveðið að skipum þeim sem ekki landi fullum farmi sé heimilt að fara í aðra veiðiferð, enda fari samanlagður landaður afli þeirra úr þessum tveim veiðiferðum ekki yfir það magn sem þau hafa mest landað úr einni veiðiferð á yfirstandandi síldarvertíð.


Sjávarútvegsráðuneytið


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum