Starfslok

Starfslok

Starfslok verða með ýmsum hætti. Uppsögn er algengust, þ.e. ýmist uppsögn af hálfu starfsmanns eða stofnunar í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi aðila.

Fjallað er um lausn frá embætti í VI. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (stml.). Þar eru talin upp í 25. gr. laganna þau atriði sem geta valdið starfslokum af hálfu ráðherra eða viðkomandi stjórnvalds.

Starfslok embættismanna:

 1. Embættismaður biðst lausnar (37. gr. stml.).
 2. Embættismanni veitt lausn (31. og/eða 33. gr. stml.).
 3. Tímabundin setning í embætti rennur út (24. gr. stml.).
 4. Fimm ára skipunartími endurnýjast ekki (23. gr. stml.).
 5. Embætti er lagt niður (34. gr. stml.).
 6. Embættismaður er fluttur í annað embætti (36. gr. stml.).
 7. Embættismanni veitt lausn vegna heilsubrests (30. gr. stml.).
 8. Andlát embættismanns.
 9. Embættismaður hverfur fyrirvaralaust úr embætti (brotthvarf).
 10. Embættismanni vikið úr embætti í kjölfar lausnar um stundarsakir (2. mgr. 27. gr. stml.).
 11. Embættismanni vikið fyrirvaralaust úr embætti (1. og 3. mgr. 27. gr. stml.).

Fjallað er um starfslok annarra starfsmanna en embættismanna í IX. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (stml.). Þar er kveðið á um uppsagnir af hálfu stofnunar í 43. gr. og 44. gr.

Starfslok starfsmanna með ráðningarsamning:

1. Starfsmaður segir upp starfi í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi (46. gr. stml.).
2. Starfsmanni er sagt upp starfi í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi (43. og 44. gr. stml.).
- Uppsögn vegna brota á starfsskyldum.
- Uppsögn af öðrum ástæðum en brotum á starfsskyldum.

3. Tímabundinn ráðningarsamningur rennur út (2. mgr. 41. og 1. mgr. 43. gr. stml.).
4. Niðurlagning á starfi (5. mgr. ákvæðis stml. til bráðabirgða).
5. Lausn v/heilsubrests (grein 12.2.4 í kjarasamningum opinberra starfsmanna).
6. Andlát starfsmanns.
7. Starfsmaður hverfur fyrirvaralaust úr starfi (brotthvarf).
8. Starfsmanni vikið fyrirvaralaust úr starfi, sbr. 45. gr. stml.
9. Stofnunin riftir ráðningarsamningi vegna mjög alvarlegs brots starfsmanns á ábyrgðar- og trúnaðarskyldum sínum (brottrekstur).

Uppsögn af hálfu stofnunar

Almenna reglan er sú að forstöðumanni er heimilt að segja starfsmanni upp í samræmi við ákvæði í ráðningarsamningi. Skylt er að rökstyðja uppsögn skriflega eftir að hún hefur verið tilkynnt starfsmanni óski hann þess. Ástæður uppsagnar þurfa að vera málefnalegar og lögmætar.

Ef brot á starfsskyldum (ávirðingar) er ástæða uppsagnar þarf jafnan að gæta að sérstökum reglum sem er að finna í 44. gr. stml. Samkvæmt ákvæðinu verður starfsmanni ekki sagt upp vegna brota á starfsskyldum nema um ítrekað brot sé að ræða í kjölfar skriflegrar áminningar. Í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að gefa starfsmanni kost á tjá sig um ástæður uppsagnar áður en til uppsagnar kemur. Uppsögnina má hann bera undir hlutaðeigandi ráðherra.

Dreifibréf um uppsagnir:

Dreifibréf um áminningar:

Spurt og svarað: