Stjórnunaraðferðir

Stefnumótun

Vegna sífellt örari breytinga á öllum sviðum, er snerta stofnanir og ráðuneyti, hefur þörfin fyrir stefnumótun aukist á síðustu árum. Stefnumótun er nauðsynleg forgangsröðun verkefna til framtíðar og lykill að árangri í starfi stofnana og ráðuneyta.

Árangursstjórnun

Árangursstjórnun er samansafn nokkurra stjórnunaraðferða sem styðja hver aðra og stuðla að betri árangri í rekstri. Árangursstjórnun byggist á ákveðinni heildarhugsun sem felst í því að stjórnendur hugi að samhengi og gæti samræmis, auk þess sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð. Hornsteinar árangursstjórnunar eru stefna (skýr markmið), kerfisbundnar mælingar og eftirfylgni.

Samhæft árangursmat

Samhæft árangursmat er verkfæri við útfærslu árangursstjórnunar sem auðveldar ríkisstofnunum að hrinda stefnu í framkvæmd. Samhæft árangursmat er kerfi sem tekur mið af rekstri stofnunarinnar í heild en ekki bara afmörkuðum þáttum í rekstrinum.

Þekkingarstjórnun

Mikilvægi upplýsinga- og þekkingarstjórnunar innan stofnana hins opinbera, sem byggja meginstarfsemi sína á þekkingu starfsfólks og upplýsingaeign, fer vaxandi. Aðgengi að upplýsingum, flokkun þeirra og verndun ásamt því að auka þekkingu starfsfólks og tryggja að sú þekking viðhaldist innan stofnunarinnar eru meginvið-fangsefni upplýsinga- og þekkingarstjórnunar. Kröfur um aukinn árangur, nauðsyn þess að upplýsingar séu handhægar og sú hætta að ör starfsmannavelta leiði til þess að þekking fari forgörðum, gefur enn frekari ástæðu til þess að innleiða virka upplýsinga- og þekkingarstjórnun í starfsemi opinberra stofnana.